Fjöldi Íslandsmeistaratitla í júdó orðinn 438.

KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistartitil í júdó árið 1979 er Þorsteinn Hjaltason varð Íslandsmeistari.  Nú 30 árum síðar eru titlarnir orðnir 438.  Það eru 135 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla.  Flesta titla hefur Freyr Gauti Sigmundsson unnið, eða 25.  Af þeim sem enn eru að keppa er Bergþór Steinn Jónsson sá sem unnið hefur flesta titla en hann hefur unnið 9 sinnum.  Listi yfir Íslandsmeistara félagsins er að finna á júdósíðu KA.