Enn einn sigur hjá Helgu Hansdóttur.

Nú um helgina standa yfir Reyjavíkurleikarnir eða RIG international.  Þar er keppt í ýmsum íþróttagreinum, meðal annars júdó.  Júdókeppnin fór fram í dag og þar sigraði Helga Hansdóttir í sínum flokki með miklum yfirburðum.  Og ekki nóg með það því að í mótslok var hún valin júdókona mótsins.  Þetta er enn einn sigurinn og viðurkenningin sem Helga vinnur til, en óhætt er að segja að sigurganga hennar síðustu árin sé óvenju glæsileg.