Fréttir

Nýr þjálfari hjá Júdódeild KA - Eirini Fytrou

Við hjá Júdódeild KA erum spennt að tilkynna að Eirini Fytrou mun taka við sem nýr aðalþjálfari Júdódeildar KA. Eirini kemur frá Grikklandi og er með yfir 30 ára reynslu í júdó. Hún býr yfir mikilli þekkingu, færni og ástríðu fyrir íþróttinni. Eirini er þjálfari sem trúir því að allt byrji með því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Hún leggur ómældan metnað í nemendur sína og hefur sérstaka hæfileika til að hjálpa þeim að ná sínum besta mögulega árangri.

Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó

KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !

Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó

Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri