Fréttir

Líf og fjör á Norðurlandsmóti í júdó

Um helgina hélt júdódeild KA Norðurlandsmót í júdó í KA heimilinu. Alls voru 34 keppendur frá þremur klúbbum norðurlands, Pardusi frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauðárkróki auk júdódeildar KA. Langflestir keppendur voru að keppa á sínu fyrsta móti og því mikil spenna og eftirvænting meðal keppenda. Þátttökuverðlaun voru veitt fyrir aldursflokkinn 6-10 ára. Tveir flokkar voru í ungmennaflokkum. Í -46kg flokki voru úrslit eftirfrandi: 1. Bjarkan Kató Ómarsson (KA), 2. Þröstur Leó Sigurðsson (KA), 3. Sigtryggur Kjartansson (KA). Í -50kg.: voru úrslit eftirfarandi: 1. Jón Ari Skúlason (KA), 2. Gísli Valberg Jóhannsson (KA) 3. Caitlynn Morrie Sandoval Mertola (Tindastóli). Í unglingaflokki í -73kg.: 1. Birkir Bergsveinsson (KA). 2. Þröstur Einarsson (Pardus) 3. Freyr Hugi Herbergsson (Tindastóll). Í fullorðins flokki í +100 kg.: 1. Björn Grétar Baldursson (KA). 2. Snæbjörn Rolf Blischke Oddsson (KA) 3. Breki Mikael Adamsson (KA).

Birgir Arngríms með silfur - Ingólfur meiddist á öxl

Birgir Arngrímsson gerði sér lítið fyrir og landaði 2. sæti í judo á vormóti seniora um síðustu helgi. KA átti tvo keppendur, þá Birgi Arngrímsson og Ingólf Þór Hannesson. Báðir kepptu í -90 kg. flokki. Birgir sigraði allar sínar glímur á ippon nema á móti öflugum Grikkja sem sigraði flokkinn. Ingólfur Hannesson varð fyrir því óláni að meiðast á öxl í fyrstu glímu og gat því ekki tekið meira þátt í mótinu.

KA ungmenni stóðu sig vel á Vormóti JSÍ

Ungir KA menn náðu góðum árangri í bæði 18 ára 21 árs flokki um helgina í Judo en mótið var haldið í KA heimilinu. Í flokki undir 18 ára vann Margrét Matthíasdóttir til gullverðlauna í 63kg. flokki kvenna og Samir Jónsson til silfurverðlauna í -66 kg þyngdarflokki karla.

Birkir Bergsveinsson með brons á Reykjavik Judo Open.

Birkir Bergsveinsson átti gott mót og lenti í þriðja sæti á Reykjavik Judo Open um helgina. Reykjavik Judo Open er alþjóðlegt mót sem hefur farið stækkandi undanfarin ár og í ár voru tæplega 50 erlendir keppendur mættir til leiks.