Fréttir

Hekla, Gylfi og Birkir kepptu fyrir hönd Íslands

Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar

Júdóæfingar falla niður þessa viku

Kæru foreldrar og iðkendur í júdó. Vegna aukinna smita í grunnskólum Akureyrar hefur stjórn júdódeildar ákveðið að fella niður æfingar hjá grunnskólakrökkum út komandi viku (4. - 8. október).

Komdu í júdó!

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt

Allir keppendur KA á pall og Breki Íslandsmeistari

Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim