Loksins var leikið á Akureyrarvelli þegar að KA tók á móti BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í gær. Völlurinn leit þó ekki vel út, en skilaði sínu og þremur stigum í hús fyrir KA. Aðrar aðstæður voru til fyrirmyndar og mæting áhorfenda góð!
KA 2-0 BÍ/Bolungarvík
1-0 Hilmar Trausti Arnarsson (7. mín)
2-0 Ævar Ingi Jóhannesson (67. mín)
Leikurinn var ekki nema sjö mínútna gamall þegar að Hilmar Tausti Arnarsson opnaði markareikning sinn fyrir KA með skoti fyrir utan teig. Boltinn barst til Hilmars eftir fyrirgjöf og náði hann að setja þrumuskot meðfram jörðinni sem rataði í markið og staðan orðin 1-0.
Yfirburðir KA voru algjörir og voru heimamenn ansi líklegir til þess að bæta við fleiri mörkum án þess þó að hafa árangur sem erfiði. Staðan var óbreytt í hálfleik og ekkert sem benti til annars er sigurs KA. KA var einnig mun sterkara liðið í síðari hálfleik og uppskar marka á 67. mínútu þegar að Ævar Ingi Jóhannesson skoraði eftir frábæra sendingu Jóhanns Helgasonar innfyrir vörn BÍ.
Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós og lokatölur 2-0. Úrslitin, ásamt öðrum úrslitum helgarinnar, þýða að 1. deildin er orðin tvískipt. Fimm lið tróna á toppnum og eru búin að skera sig frá hinum sjö liðum deildarinnar. KA er neðst í þessum fimm liða pakka, en þó aðeins tveimur stigum frá 2. sæti og fjórum stigum frá 1. sætinu.
Staða efstu liða:
1 | Þróttur R. | 7 | 6 | 0 | 1 | 17 - 3 | 14 | 18 |
2 | Víkingur Ó. | 7 | 5 | 1 | 1 | 8 - 4 | 4 | 16 |
3 | Fjarðabyggð | 7 | 5 | 0 | 2 | 11 - 4 | 7 | 15 |
4 | Þór | 7 | 5 | 0 | 2 | 16 - 13 | 3 | 15 |
5 | KA | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 - 8 | 5 | 14 |