Ný heimasíða KA var vígð í dag þann 9. apríl 2025 en síðan er samstarfsverkefni KA og hugbúnaðarfyrirtækisins Stefnu. Það er von okkar að með hinni nýju síðu verði allar helstu upplýsingar um félagið og starf þess aðgengilegri og sýnilegri.
Nýja síðan virkar bæði vel í tölvu sem og í snjalltækjum sem er mikil búbót frá eldri síðu og erum við afar spennt að halda áfram að þróa síðuna fyrir alla sem koma að KA.
Nú eru allar deildir félagsins komnar með sína eigin undirsíðu sem inniheldur helstu upplýsingar varðandi þjálfara, stjórnir og æfingatíma auk þess sem síðan er með beintengingu við miðaþjónustu Stubbs sem ætti að einfalda lífið hvað varðar næstu leiki félagsins sem og miðasölu á leikina.
Síðan verður eins og áður segir áfram í þróun og munu frekari upplýsingar halda áfram að detta inn næstu vikurnar en við viljum þakka Stefnu fyrir gott samstarf við að koma nýja vefnum í loftið.