Frábær árangur hjá KA-strákum í U17

Íslenska U17 landsliðið
Íslenska U17 landsliðið

KA átti hvorki meira né minna en fimm fulltrúa í U17 ára landsliðið karla sem endaði í 5 sæti á Opna Evrópumótinu sem lauk í dag.

Óskar Þórarinsson markmaður okkar átti stórleik í loka leiknum er hann varði 16 skot og hreinlega lokaði markinu í framlenginunni er strákarnir unnu Króata í leik um 5 sætið. Dagur Árni Heimisson lék einnig stórt hlutverk, skoraði 7 mörk og var á endanum valinn í lið mótsins að mótinu loknu.  Einnig voru þeir Magnús Dagur Jónatansson, Hugi Elmarsson og Jens Bragi Bergþórsson á fullu með liðinu.  Framtíðin hjá okkar drengum er björt og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa á næstu árum og taka æ stærra hlutverk hjá liðinu okkar.

Ekki skemmir fyrir að okkar menn Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason þjálfuðu liðið.  Við óskum þeim að sjálfsögðu öllum til hamingju með frábæran árangur.