Eiður Eiðsson er fallinn frá

Eiður Eiðsson, mikill KA maður og sannur sjálfboðaliði er fallinn frá.

Eiður var fæddur þann 17. desember 1935 og hefði orðið níræður á þessu ári. Eiður var giftur Grétu Baldvinsdóttur sem lést árið 1987 og eignuðust þau fimm börn: Ásdísi, Auði, Baldvin, Eið Guðna og Birnu. Við sendum fjölskyldu Eiðs okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Eiður var mikill og harður KA maður. Hann sat um árabil í stjórn knattspyrnudeildar félagsins, á árunum eftir að KA varð til frá ÍBA. Eiður kom einnig að stofnun unglingaráðs knattspyrnudeildar og vann ótal sjálfboðastörf fyrir félagið.

Framlag Eiðs til KA verður aldrei metið til fjár og fallinn er frá sannur KA maður. Við sendum fjölskyldu og aðstandendum Eiðs okkar dýpstu samúðarkveðjur.