Allir með ! Íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir

Smelltu á myndina til að sjá allar upplýsingar
Smelltu á myndina til að sjá allar upplýsingar

KA og Íþróttafélagið Þór verða með íþróttaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6-16 ára í Íþróttahúsi Naustaskóla í vetur!

Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir börn sem til dæmis þurfa meiri stuðnings, hentar betur að vera í minni hópum og hafa aðgengi að fleiri þjálfurum á æfingum.

Fyrsta æfing vetrarins er 6. október næstkomandi í Naustaskóla kl. 11:00.