26.10.2021
Óðinn Þór Ríkharðsson var í dag valinn í 21 manna æfingahóp A-landsliðs Íslands í handbolta. Landsliðið mun æfa saman dagana 1.-6. nóvember næstkomandi og marka æfingarnar upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu
25.10.2021
Dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikars kvenna í handbolta í dag en KA/Þór sló út Kósóvómeistarana í KHF Istogu í 64-liða úrslitunum samtals 63-56 og var því í pottinum þegar dregið var í höfuðstöðvum Evrópska Handknattleikssambandsins í Austurríki í dag
22.10.2021
KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olísdeild karla í handboltanum á sunnudag klukkan 18:00. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér stigin tvö með ykkar stuðning
21.10.2021
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri heldur til Parísar þann 3. nóvember næstkomandi og tekur þar þátt í Pierre Tiby mótinu. Auk Íslands leika þar lið Frakka, Króata og Ungverja og ljóst að ansi spennandi verkefni er framundan hjá liðinu
21.10.2021
Haraldur Bolli Heimisson er í U20 ára landsliði Íslands sem fer til Danmerkur dagana 4.-7. nóvember næstkomandi. Þar mun liði leika tvo æfingaleiki gegn Dönum en leikið verður í Ishøj. Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson eru þjálfarar liðsins en Róbert kom inn í teymið í síðustu viku
20.10.2021
KA á alls 10 fulltrúa í landsliðshópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í handbolta sem munu koma saman til æfinga helgina 5.-7. nóvember næstkomandi. Það segir ansi mikið um það frábæra starf sem er unnið hjá félaginu að eiga jafn marga fulltrúa í hópunum tveimur
16.10.2021
Lið KA/Þórs heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt en liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Evrópubikarsins er liðið vann afar sannfærandi 37-34 sigur á Kósóvómeisturum KHF Istogu í síðari leik liðanna. Stelpurnar unnu fyrri leikinn 22-26 og vinna því einvígið samtals 63-56
16.10.2021
KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli
15.10.2021
KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð
15.10.2021
KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð