Það er ekki bara í meistaraflokki sem KA hefur unnið glæsta sigra, margir Íslandmeistaratitlar hafa unnist í yngri flokkunum og nú rifjum við upp ótrúlegt afrek hjá 6. flokki KA tvö ár í röð. Veturinn 1993-1994 varð flokkurinn Íslandsmeistari í öllum liðum, A-B-C, og eins og það hafi ekki verið nóg þá var það afrek endurtekið næsta vetur (1994-1995). Jóhannes Bjarnason (Jói Bjarna) þjálfaði liðið og naut aðstoðar frá Þóri Sigmundssyni. Nú er hægt að sjá skemmtilegar fréttir frá báðum þessum afrekum og hvetjum við alla til að kíkja á myndböndin.
1993-1994: Hér má sjá þegar tekið er á móti strákunum í KA-Heimilinu eftir heimferðina og er rætt við Jóhannes Bjarnason þjálfara, Baldvin Þorsteinsson (A-lið), Ólaf Má Þórisson (B-lið) og Halldór Örn Tulinius (C-lið).
1994-1995: Bjarni Hafþór fréttamaður Stöð 2 kíkti á æfingu til strákanna til að fræðast um þessa mögnuðu stráka. Rætt er við Jóhannes Bjarnason þjálfara, Þorleif Ananíasson, Egil Daða Angantýsson (markvörð C-liðs), Halldór Brynjar Halldórsson (hornamann C-liðs) og Baldvin Þorsteinsson (fyrirliða A-liðs).
Íslandsmeistarar KA 1994 6. flokkur karla A-lið. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarmaður, Hafþór Úlfarsson, Atli Ingvason, Einar Logi Friðjónsson, Ingólfur R. Axelsson, Jóhannes G. Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Helgi Jónasson, Gísli J. Grétarsson, Baldvin Þorsteinsson fyrirliði, Birkir Baldvinsson, Einar Ingi Egilsson, Stefán Pálsson.
Íslandsmeistarar KA 1994 6. flokkur karla B-lið. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarmaður, Jóhann Valdemarsson, Ólafur Már Þórisson, Elfar Alfreðsson, Skúli Eyjólfsson, Jóhannes G. Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Árni B. Þórarinsson, Jóhann Helgason, Atli Ragnarsson, Arnar Sæþórsson fyrirliði, Gunnar Ómarsson, Gunnar Björnsson.
Íslandsmeistarar KA 1994 6. flokkur karla C-lið. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarmaður, Theodór Kr. Gunnarsson, Jóhannes Árnason, Halldór Örn Tulinius, Geir Sigurðsson, Birkir Stefánsson, Jóhannes G. Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Steindór Kr. Ragnarsson, Kristján Aðalsteinsson, Jón Gunnarsson, Egill Thoroddsen fyrirliði, Egill Daði Angantýsson, Bjarni Þórisson, Arnór Sigmarsson.
Íslandsmeistarar KA í 6. flokki í handbolta. A lið 1995. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarþjálfari, Ingólfur Axelsson, Árni Harðarson, Einar Logi Friðjónsson, Atli Ingvason, Haukur Steindórsson, Lárus Ásgeirsson, Jóhannes Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Jóhann Helgason, Gísli Grétarsson, Baldvin Þorsteinsson, Bjarni Steindórsson, Einar Logi Egilsson.
Íslandsmeistarar KA í 6. flokki í handbolta. B lið 1995. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarþjálfari, Skúli Eyjólfsson, Ívar Hauksson, Hafþór Úlfarsson, Arnar Sæþórsson, Friðrik Smárason, Jóhannes Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Árni B. Þórarinsson, Daníel Christensen, Ólafur Þórisson, Þorgils Gíslason, Bjarni Þórisson.
Íslandsmeistarar KA í 6. flokki í handbolta. C lið 1995. Aftari röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson aðstoðarþjálfari, Halldór Tuliníus, Jóhann Valdemarsson, Helgi Jónasson, Theódór Gunnarsson, Jóhannes Bjarnason þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Steindór Ragnarsson, Jón Gunnarsson, Egill Thoroddsen, Egill Angantýsson, Egill Níelsson, Halldór Halldórsson.