Vetrartaflan í handboltanum

Handboltavertíðin er hafin en undanfarnar vikur hafa 3.-6. flokkur æft tvisvar í viku en mánudaginn 27. ágúst tekur vetrartaflan við og þá hefjast æfingar hjá 7. og 8. flokk ásamt því að æfingaálag eykst hjá öðrum flokkum.

Yfirþjálfari er Jónatan Magnússon. Símanúmerið hans er 899-0203 og tölvupóstfangið jonni@ka.is en einnig er hann með viðverutíma í KA-Heimilinu á milli klukkan 12-14 á miðvikudögum ef þið hafið einhver erindi í eigin persónu, eða langar í kaffibolla.

Hér fyrir neðan má sjá æfingatöflu vetrarins en öllum er frjálst að mæta og prófa að æfa út september mánuð. Með æfingagjöldunum í vetur fylgir með flottur handbolti, upplýsingar um greiðslu æfingagjalda má sjá fyrir neðan töfluna.

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer nú öll í gegnum félagakerfið Nóra.

Foreldrar sjá sjálfir um að skrá iðkendur og velja greiðsluform. Hægt er að skipta greiðslum á 1-4 greiðsluseðla eða 1-6 gjaldfærslur af kreditkorti. Athugið að 390 kr. seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil en enginn aukakostnaður leggst við kreditkortafærslur. Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, KA geymir engar slíkar upplýsingar.

Systkinaafsláttur er 10% af hverju systkini og millideildaafsláttur hjá KA er 10%. Kerfið sér um að reikna afsláttin eins og við á. Til að nýta tómstundaávísun Akureyrarbæjar kr. 16.000 þarf að haka í nota frístundastyrk.

Kerfið er mjög einfalt í notkun og leiðir mann áfram.
Smellið á https://ka.felog.is til að fara á skráningarsíðu (smellið hérna til að fá leiðbeiningar)

Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráninguna hafið þá samband við Örnu Ívarsdóttur, arna@ka.is eða í síma 462-3482