Vestmannaeyjaferð 6. flokks – föstudaginn 23. apríl 2010

Loks er búið að hnýta alla enda vegna Vestmannaeyjaferð drengjanna. Mæting er í KA heimili kl. 12.30 nk. föstudag. Verð ferðar er kr. 4.000 sem greiðist við brottför. Fjórir fararstjórar fara með drengjunum auk þjálfaranna tveggja. Drengirnir munu fá heita máltíð í Borgarnesi á suðurleið, morgunverð og tvær heitar máltíðir á laugardag auk morgunverðar á sunnudagsmorgun ásamt því sem við snæðum í Reykjavík áður en lagt er af stað norður yfir heiðar.

Drengirnir þurfa að hafa með sér svefnpoka og dýnu, sundföt og KA stuttbuxur og afar brýnt er að þeir séu vel nestaðir. Áætluð heimkoma er um fjögur leytið á sunnudag. Allir leikir KA fara fram á laugardegi þannig að drengirnir fá tækifæri til að jafna sig eftir sjóferðina yfir nótt. Ef frekari upplýsinga er óskað hafið samband við þjálfara.

Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200