Jólaæfing hjá yngstu iðkendunum í handbolta var haldin um síðustu helgi . þar mættu um 100 krakkar með foreldrum og systkinum og
tóku vel á því bæði í leik og söng. Þjálfarar voru með skemmtilega leiki fyrir börnin og óvæntir
rauðklæddir gestir mættu á staðinn með gott í poka og tóku lagið með krökkunum. Jólasveinarnir höfðu orð
á því að krakkarnir hefðu verið einstaklega skemmtileg, stillt og prúð.
Allir fóru kampakátir heim með tilhlökkun til jólanna.