Leik Vals U og KA sem átti að fara fram í dag, föstudag, hefur verið frestað til laugardags klukkan 18:30 vegna veðurs. KA-TV hugðist sýna leikinn beint en því miður verður ekki hægt að sýna leikinn á nýjum tíma.
Leikurinn er liður í 9. umferð Grill 66 deild karla og situr KA á toppi deildarinnar með fullt hús stiga á meðan Valsarar sitja í 6. sætinu. Um helgina mætast einnig HK og Akureyri sem eru liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir okkar lið að sækja sigur á morgun.
Það er þó ljóst að KA liðið þarf að eiga góðan dag til að halda áfram þessu góða gengi en lið Vals hefur staðið vel í toppliðum deildarinnar en leikir gegn Akureyri og HK töpuðust aðeins með tveggja marka mun. Þá vann liðið 14-31 stórsigur á Ungmennaliði Stjörnunnar en KA átti í töluvert meiri vandræðum með Garðbæinga.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Valshöllina en eins og kom fram þá hefst leikurinn klukkan 18:30 á laugardaginn
FÉLAG | L | S | J | T | MÖRK | NETT | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | KA | 8 | 8 | 0 | 0 | 207 | 45 | 16 |
2 | HK | 8 | 6 | 0 | 2 | 245 | 41 | 12 |
3 | Akureyri | 7 | 6 | 0 | 1 | 189 | 36 | 12 |
4 | Þróttur | 8 | 4 | 0 | 4 | 198 | 10 | 8 |
5 | Haukar U | 7 | 3 | 1 | 3 | 179 | -1 | 7 |
6 | Valur U | 7 | 3 | 0 | 4 | 181 | 9 | 6 |
7 | Stjarnan U | 7 | 3 | 0 | 4 | 167 | -24 | 6 |
8 | ÍBV U | 6 | 2 | 0 | 4 | 165 | -28 | 4 |
9 | Mílan | 8 | 1 | 1 | 6 | 180 | -22 | 3 |
10 | Hvíti Riddarinn | 8 | 0 | 0 | 8 | 200 | -66 | 0 |