Úrslit helgarinnar

Það var Hauka helgin mikla. Hún byrjaði á föstudegi með tveim leikjum hjá 4.fl karla. A-lið KA vann sinn leik með 7 mörkum (36-29) og B-liðið vann einnig sinn leik með 9 mörkum (32-23). Á laugardag var komið að 3. flokki karla. KA1 tapaði sínum leik (28-30) en KA2 vann (40-33). KA2 spilaði svo aftur á sunnudag á móti sama Hauka liðinu og KA2 vann aftur en þá með 10 mörkum.