Upphitun á Icelandair Hotel

Það verður KA upphitun fyrir bæjarslaginn á morgun á Icelandair Hotel. Þangað ætlum við að mæta uppúr klukkan 15:30 og koma okkur í gírinn fyrir leikinn mikilvæga. Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í gleðinni sem og að mæta gulklædd, við ætlum okkur að vinna bæði leikinn sem og stúkuna, áfram KA!