Ungmennalið KA með heimaleik á laugardaginn

Það hafa verið fáir heimaleikir hjá KA liðunum upp á síðkastið og því kærkomið að einn slíkur er á dagskrá klukkan 13:15 á laugardaginn. Það er Ungmennalið KA sem fær Ungmennalið Þróttar í heimsókn en leikurinn er í 2. deild karla.

Liðin hafa þegar mæst í deildinni en Þróttarliðið fór með fjögurra marka sigur 27-23 þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni þann 20. október síðastliðinn. Það er næsta víst að KA strákarnir ætla sér að hefna fyrir þann leik á laugardaginn.

Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið til að koma í KA heimilið og styðja strákana!