Nú hafa bæði sport.is og handbolti.org valið úrvalslið 4. umferðar Olís-deildar kvenna og er ánægjulegt að frammistaða stelpnanna í KA/Þór gegn Haukum hefur vakið athygli. Erla Hleiður Tryggvadóttir er línumaður umferðarinnar að áliti beggja miðlanna og sport.is velur Mörthu Hermannsdóttur miðjumann eða leikstjórnanda umferðarinnar.
Lið sport.is er valið af starfsmönnum ásamt nokkrum þjálfurum í deildinni og er þannig skipað:
Mark: Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Vinstra horn: Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Vinstri skytta: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Miðja: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Solveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Lína: Erla Hleiður Tryggvadóttir, KA/Þór
Lið handbolti.org er þannig skipað:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Grótta
Línumaður: Erla Hleiður Tryggvadóttir, KA/Þór
Vinstri hornamaður: Unnur Ómarsdóttir, Grótta
Vinstri skytta: Aníta Mjöll Ægisdóttir, FH
Miðjumaður: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Hægri skytta: Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjarnan
Hægri hornamaður: Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Við óskum öllum þessum leikmönnum til hamingju með viðurkenninguna.
Þess má geta að ekki hefur enn verið valið úrvalslið 3. umferðar þar sem einum leik umferðarinnar var frestað og hefur ekki enn farið fram.