Í dag heldur íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri til Færeyja þar sem stelpurnar taka þátt í undankeppni EM. Tvær stúlkur frá KA/Þór eru í hópnum, þær Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir og óskum við þeim til hamingju með það. Íslenska liðið er þar í riðli með Rússum og Tékkum auk landsliðs Færeyinga.
Fyrsti leikur íslenska liðsins verður við færeyska liðið á morgun, föstudag. Því næst verður leikið við Rússa á laugardag og Tékka á sunnudag en tvö efstu liðin komast áfram í lokakeppni Evrópumeistaramótsins sem fram fer í Makedóníu í ágúst. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki í þessum riðli, Rússar í þeim fyrsta, Tékkar í öðrum og Færeyjar í fjórða.
Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska landsliðið:
Alexandra Diljá Birkisdóttir, Val
Andrea Jacobsen, Fjölni
Ástríður Glódís Gísladóttir, Fylki
Elín Helga Lárusdóttir, Gróttu
Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, Fram
Elva Arinbjarnar, HK
Eyrún Ósk Hjartardóttir, Fylki
Helena Ósk Kristjánsdóttir, Fjölni
Karen Tinna Demian, ÍR
Lovísa Thompson, Gróttu
Mariam Eradze, Fram
Ragnhildur Edda Þórðardóttir, HK
Sandra Erlingsdóttir, Hypo
Sunna Guðrún Pétursdóttir, KA/Þór
Þóra Guðný Arnarsdóttir, ÍBV
Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir, KA/Þór
Þjálfarar liðsins eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson. Liðstjóri er Guðríður Guðjónsdóttir og Sædís Magnúsdóttir er sjúkraþjálfari hópsins.
Sunna Guðrún Pétursdóttir