Toppslagur hjá KA/Þór á laugardaginn

Það er sannkallaður stórleikur hjá meistaraflokki kvenna á laugardaginn þegar stelpurnar fá Víkinga í heimsókn. Víkingur er í efsta sæti utandeildarinnar með 22 stig eftir 12 leiki en KA/Þór í 2. sæti með 18 stig eftir 11 leiki. Leikurinn hefst kklukkan 16:00 í KA heimilinu og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar.