Tilkynning frá handknattleiksdeild

Hjalti og Gunnar sáttir eftir undirskriftina
Hjalti og Gunnar sáttir eftir undirskriftina

Handknattleiksdeild KA hefur skrifað undir framlengingu á samningi við Gunnar Erni Birgisson um þjálfun meistaraflokks KA/Þórs. Framlengingin er til eins árs en Gunnar þjálfaði liðið einnig á síðasta tímabili.

Gunnar er 28 ára gamall og meðal efnilegustu þjálfara landsins.

Samhliða ráðningu Gunnars var Jóhann G. Jóhannsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Jóhann er fyrrum leikmaður KA og hefur þjálfað yngri flokka félagsins undanfarin ár við góðan orðstýr.

Miklar vonir eru bundnar við þjálfarateymið en félagið vinnur nú að gerð nýrra samninga við leikmenn og eru frekari fregnir af leikmannamálum liðsins væntanlegar fljótlega.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hjalta Þór Hreinsson, formann handknattleiksdeildar KA (til vinstri) handsala samninginn við Gunnar (til hægri).