Þjálfun markvarða í Íslenskum handbolta

Mánudaginn 25. febrúar n.k. koma fulltrúar HSÍ og markmannsþjálfarar norður til að kynna átak í þjálfun markvarða í handboltanum á Íslandi. Fyrst verður fundur klukkan 15:00 í KA heimilinu með þjálfurum og svo æfing með markmönnum í yngri flokkum 16:30-18:30 á sama stað.
Allir þjálfarar og áhugamenn um markvörslu í handbolta eru velkomnir.