KA varð í fyrsta skiptið Bikarmeistari í handknattleik árið 1995 eftir ótrúlega maraþon viðureign gegn Val. Margir telja viðureignina þá bestu í sögunni sem er ekki skrýtið enda leikurinn tvíframlengdur og magnþrunginn spennu. Við rifjum hér upp leikinn en einnig skemmtilega upphitun fyrir leik og einnig fögnuðinn þegar liðið lenti á Akureyrarflugvelli eftir sigurinn ótrúlega, góða skemmtun!
Bikarmeistarar 1995, aftari röð frá vinstri: Atli Þór Samúelsson, Alfreð Gíslason, Þorvaldur Þorvaldsson, Patrekur Jóhannesson, Helgi Arason, Leó Örn Þorleifsson, Árni Stefánsson. Fremri röð: Jóhann G. Jóhannsson, Valdimar Grímsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Erlingur Kristjánsson, Björn Björnsson, Einvarður Jóhannsson, Valur Arnarson.
Upphitun Stöðvar 2 fyrir bikarúrslitaleikinn:
Hér er hitað upp fyrir leikinn þar sem rætt er við Geir Sveinsson fyrirliða Vals og Þorbjörn Jensson þjálfara Vals. Þá er rætt við stuðningsmenn liðanna í Reykjavík, en það eru Anna Björk Birgisdóttir (KA) og Ingvi Hrafn Jónsson (Valur).
Fyrir norðan ræðir Bjarni Hafþór Helgason við nokkra aðila en það eru þau Sigurbjörg Níelsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Árni Stefánsson.
Bikarúrslitaleikur KA og Vals 1995:
Mörk KA í leiknum:
Patrekur Jóhannesson 11 mörk, Valdimar Grímsson 8, Alfreð Gíslason 6 og Leó Örn Þorleifsson 2.
Í markinu varði Sigmar Þröstur Óskarsson 23 skot, þar af 4 vítaköst.
Mörk Vals í leiknum:
Dagur Sigurðsson 6 mörk, Frosti Guðlaugsson 5, Júlíus Þór Gunnarsson 4, Ingi Rafn Jónsson 3, Jón Ríkharð Kristjánsson 3, Valgarð Thoroddsen 3, Sigfús SIgurðsson 1 og Geir Sveinsson 1.
Í markinu varði Guðmundur Hrafnkelsson 19 skot, þar af 4 vítaköst.
Fögnuðurinn á Akureyrarflugvelli:
Hér má sjá þegar tekið er á móti liðinu á Akureyrarflugvelli en ótrúlegur fjöldi manns tóku á móti nýkrýndu meisturunum. Fyrst er frétt Stöð 2 á ferðinni og svo tekur við frétt RÚV um fagnaðarlætin.
Sigfús Karlsson, Hermann Haraldsson, Gunnar Níelsson, Jakob Björnsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Alfreð Gíslason, Magnús Már Þorvaldsson og Sigurður Sigurðsson eru teknir tali.