Handknattleikslið KA náði þeim ótrúlega árangri þann 9. febrúar 1997 að leggja stórliðið Veszprém að velli í KA-Heimilinu 32-31 í 8-liða úrslitum Evrópukeppni Bikarhafa. Duranona skoraði sigurmarkið úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn í mögnuðum leik.
Ungverjarnir fóru reyndar áfram með sigri í síðari leiknum en vert að minnast þess hve öflugt KA liðið var að ná að sigra þetta stórveldi sem varð meðal annars í 2. sæti Meistaradeildar Evrópu um síðustu helgi.
Þetta er klárlega atburður sem vert er að rifja upp og sjón er svo sannarlega sögu ríkari, endilega kíkið á magnað myndbrot úr þessum leik!
Þessir léku fyrir KA: Guðmundur Arnar Jónsson og Hermann Karlsson í markinu. Leó Örn Þorleifsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Róbert Julian Duranona, Sergei Ziza, Erlingur Kristjánsson, Sævar Árnason, Þorvaldur Þorvaldsson, Jakob Jónsson og Heiðmar Felixson úti.
Mörk KA: Róbert Julian Duranona 14 (7), Björgvin Þór Björgvinsson 5, Sergei Ziza 4, Leó Örn Þorleifsson 3, Jóhann Gunnar Jóhannsson 3, Heiðmar Felixson 2 og Jakob Jónsson 1.