Nú er lokið fyrsta stóra handboltamótinu sem KA kemur að í vetur, það var Íslandsmót 6. flokks yngra ár í stelpna og drengja
flokki sem við héldum ásamt Þór.
Við viljum byrja á því að þakka Þór fyrir gott samstarf og einnig öllum þeim sem gerðu okkur mögulegt að halda þetta
mót jafnt styrktaraðilum, samstarfsaðilum og þeim sem unnu óeigingjarna sjálfboðavinnu.
Bestu þakkir fá Lundarskóli og Markús, starfsfólk KA heimilisins og Íþróttahallarinnar, foreldrar sem komu að vinnu við mótið,
dómarar og tímaverðir sem stóðu vaktina alla helgina, Erlingur mótstjóri og Björn sem sáu um uppsetningu, Siggi Gunnars fyrir
kvöldvökuna og fleiri og fleiri. Án góðra samvinnu við þennan stóra hóp væri ekki mögulegt að halda svona mót fyrir
börnin okkar hér á Akureyri, bestu þakkir fyrir.
Stjórn Unglingaráðs handknattleiksdeildar KA.
Sjá myndir Hannesar Pétursson frá mótinu.