Telma Lísa framlengir um tvö ár

Handbolti
Telma Lísa framlengir um tvö ár
Telma og Klara handsala samninginn

Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór.

Telma sem verður 21 árs síðar í mánuðinum lék fyrsta meistaraflokksleikinn veturinn 2018-2019 og hefur undanfarin ár unnið sig upp í stærra og stærra hlutverk í liðinu. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu ár en sýnt gríðarlegan karakter og ávallt komið sterk til baka en hún var í leikmannahópi KA/Þórs í öllum leikjum síðasta tímabils.

Það er frábært að Telma sé búin að skrifa undir nýjan samning og verður gaman að fylgjast áfram með hennar framgöngu í liði KA/Þórs.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is