Handknattleiksdeild KA barst mikill liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í dag þegar deildin samdi við Bosníumanninn Tarik Kasumovic. Þessi 26 ára gamla vinstri skytta mun gefa liðinu mikið sóknarlega en kappinn er 202 cm á hæð og 102 kíló.
Tarik hefur leikið í Þýskalandi, Sviss, Spáni og Bosníu en hann lék meðal annars í Meistaradeild Evrópu með HC Bosna BH Gas Sarajevo auk þess sem hann var í unglingalandsliðum Bosníu þar sem hann lék á HM 2013.
Það verður mjög spennandi að sjá til Tariks á tímabilinu en hann hefur æft með liðinu að undanförnu og lék með liðinu í æfingaleikjum um síðustu helgi. Stuðningsmenn KA geta svo séð til kappans á Opna Norðlenska mótinu dagana 23.-25. ágúst í KA-Heimilinu.
Við bjóðum Tarik velkominn í KA og væntumst mikils af þessum flotta leikmanni.