Kvennalið KA/Þór sem leikur í 1. deild í handbolta lék tvo leiki um helgina sunnan heiða.
Á föstudagskvöldinu mættu þær sterku liði ÍR. Þar höfðu heimastúlkur í Breiðholtinu betur 28-24 en margir spá ÍR beint upp um deild. Markahæstar hjá KA/Þór voru þær Martha Hermannsdóttir með 11 mörk og Aldís Ásta Heimisdóttir 4.
Á laugardeginum mættu stelpurnar svo sterku liði FH í Kaplakrika. Eftir spennandi rimmu sættust liðin á skiptan hlut, 25-25. Markahæst í þessum leik var Katrín Vilhjálmsdóttir sem skoraði 8 mörk gegn FH og Martha Hermannsdóttir gerði 6.
Eftir fimm leiki í deildinni eru stelpurnar með fimm stig í 5. sæti.