Hins vegar eru all margir engan veginn sáttir við það og vilja æfa meira. Við í KA ætlum því að bjóða uppá sumaræfingar frá og með 27. maí, æft verður þrisvar sinnum í viku í einn og hálfan tíma í senn út júní. Ekki er búið að festa niður nákvæma tímasetningu á æfingum en að öllum líkindum verða þær á 16:30 til 18:00 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Þrír þjálfarar munu sjá um þessar æfingar, þeir Sævar Árnason, Jóhann Gunnar Jóhannsson og Stefán Guðnason og kosta herlegheitin 8000kr
Skráning skal berast til Siggu gjaldkera á sigga@framtal.com fyrir 26 maí