Sumaræfingar handboltans hefjast 6. júní

Handbolti

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka fædd 2004-2014 í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda.

Æfingarnar hefjast 6. júní næstkomandi og standa til 30. júní en allar upplýsingar og skráning fer fram í gegnum Sportabler. Yfirumsjón með æfingunum hefur Jónatan Magnússon (jonni@ka.is).

Smelltu hér til að sjá sumaræfingarnar á Sportabler

  mán þri mið fim fös
Strákar 2013-2014 14:30-15:30   14:30-15:30    
Stelpur 2013-2014   14:30-15:30   14:30-15:30  
Strákar 2010-2012 13:15-14:15   13:15-14:15   13:15-14:15
Stelpur 2010-2012   13:15-14:15   13:15-14:15  14:30-15:30
Strákar 2008-2009 16:30-17:30 16:30-17:30 17:30-18:30    
Stelpur 2008-2009 17:30-18:30   16:30-17:30 16:30-17:30  
Strákar 2004-2007 20:00-21:00   18:30-20:00    
Stelpur 2004-2007     20:00-21:00 19:00-20:30  


Athugið að tímasetningar á æfingunum geta orðið eitthvað breytilegar en allar upplýsingar verða gefnar út tímanlega í Sportabler.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is