Á morgun, sunnudag, fer fram strandhandboltamót sem Handknattleiksdeild KA heldur í samstarfi við Íslensku sumarleikana í Kjarnaskógi. Þetta er í fyrsta skiptið sem keppt er í strandhandbolta fyrir norðan og er stefnan á að mótið verði árlegt hér eftir.
Keppt verður í krakka og fullorðinsflokkum og leika kynin saman í blönduðum liðum. Alls taka þátt 7 lið í krakkaflokknum og 8 í flokki fullorðinna. Fjörið hefst klukkan 13:00 þegar krakkamótið hefst og lýkur þeirra móti um 15:30. Þá taka þeir fullorðnu við og er áætlað að úrslitaleikur þeirrar keppni hefjist 18:30.
Hver leikur er 10 mínútur og er leikið í tveimur riðlum. Að riðlakeppninni lokinni verður svo krossspil um sæti en leikjaplanið má sjá hér fyrir neðan:
Tími | Riðill | Leikur |
13:00 | R1 | Ellert - Brynjólfur |
13:12 | R1 | Rakel - Björgvin |
13:24 | R2 | Fornhagi - Ólöf Heiða |
13:36 | R1 | Brynjólfur - Rakel |
13:48 | R1 | Björgvin - Ellert |
14:00 | R2 | Ellert Junior - Fornhagi |
14:12 | R1 | Björgvin - Brynjólfur |
14:24 | R1 | Ellert - Rakel |
14:36 | R2 | Ólöf Heiða - Ellert Junior |
14:48 | Sæti | Leikur um 5. sætið |
15:00 | Sæti | Leikur um 3. sætið |
15:12 | Sæti | Leikur um 1. sætið |
Tími | Riðill | Leikur |
15:30 | R1 | JB - Einar Rafn |
15:42 | R1 | Ómarsdóttir - Ólafur Sig |
15:54 | R2 | Gunni Björns - Old Ladies |
16:06 | R2 | Aldís Ásta - Hamrarnir |
16:18 | R1 | Einar Rafn - Ómarsdóttir |
16:30 | R1 | Ólafur Sig - JB |
16:42 | R2 | Old Ladies - Aldís Ásta |
16:54 | R2 | Hamrarnir - Gunni Björns |
17:06 | R1 | Ólafur Sig - Einar Rafn |
17:18 | R1 | JB - Ómarsdóttir |
17:30 | R2 | Hamrarnir - Old Ladies |
17:42 | R2 | Gunni Björns - Aldís Ásta |
17:54 | Sæti | Leikur um 7. sætið |
18:06 | Sæti | Leikur um 5. sætið |
18:18 | Sæti | Leikur um 3. sætið |
18:30 | Sæti | Leikur um 1. sætið |