Það er enginn smá leikur framundan í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti HK í Olís deild kvenna í handboltanum. Þessi lið hafa barist hart undanfarin ár og má búast við hörkuleik en okkar lið er staðráðið í því að sækja sín fyrstu stig í vetur.
Stelpurnar þurfa svo sannarlega á ykkar stuðningi að halda og hlökkum við til að sjá ykkur kl. 19:00 í KA-Heimilinu, áfram KA/Þór!
KA-TV verður að sjálfsögðu með leikinn í þráðbeinni fyrir þá sem ómögulega komast í KA-Heimilið og er hægt að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan.