Sigþór Gunnar valinn í U-20 og Dagur í U-18

Dagur Gautason
Dagur Gautason

Í vikunni voru gefnir út æfingahópar fyrir U-20 og U-18 ára landslið Íslands í handbolta og munu hóparnir æfa helgina 6.-8. apríl næstkomandi. Tveir leikmenn KA voru valdir og eru það þeir Sigþór Gunnar Jónsson (U-20) og Dagur Gautason (U-18).

Bæði Dagur og Sigþór léku alla leiki KA í Grill 66 deildinni sem lauk um síðustu helgi. Dagur skoraði 66 mörk í leikjunum og Sigþór gerði 49 mörk. Framundan hjá KA liðinu er svo umspil um laust sæti í efstu deild að ári og er næsti leikur 21. apríl.

Þjálfari U-18 landsliðsins er Heimir Ríkharðsson og Bjarni Fritzson þjálfar U-20 landsliðið. Við óskum strákunum góðs gengis á komandi æfingum sem og til hamingju með valið.


Sigþór Gunnar Jónsson