Sigþór Árni Heimisson í raðir KA

Sigþór handsalar samninginn við formann hkd. KA
Sigþór handsalar samninginn við formann hkd. KA

Sigþór Árni Heimisson, leikstjórnandinn knái, hefur tekið þá ákvörðun að leika með KA á næstu leiktíð.

Sigþór sem er fæddur árið 1993 hefur leikið með Akureyri Handboltafélagi frá árinu 2010 en hann er uppalinn í KA. Sigþór hefur leikið stórt hlutverk undanfarin ár og er gríðarlega mikilvægur leikmaður.

KA-menn fagna því að Sigþór sé kominn heim og hlakka til þess að sjá hann í gulu treyjunni næsta vetur.