Það styttist í jólafrí í Olís deild kvenna eins furðulega og það kann að hljóma. Stelpurnar í KA/Þór taka í kvöld á móti Haukum í síðasta heimaleik liðsins í bili en leikurinn hefst klukkan 19:30 og hvetjum við ykkur öll eindregið til að mæta og styðja þetta frábæra lið okkar til sigurs.
Það er útlit fyrir svakalegan leik en Haukar sitja í 4. sæti deildarinnar fyrir leikinn með 10 stig á sama tíma og KA/Þór er sæti neðar með 8 stig. Eftir jafna og flotta byrjun á deildinni þá er farið að skilja meira á milli toppliðanna og þeirra fyrir neðan og þessi leikur mun kveða um það hvoru megin okkar lið fellur inn í deildina.
KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann glæsilegan 23-24 útisigur á Haukum fyrr í vetur sem kom liðinu allhressilega af stað í þeirri vegferð sem liðið hefur verið á í vetur.
Fyrir þá sem ekki komast í KA-Heimilið þá er leikurinn að sjálfsögðu í beinni á KA-TV og má nálgast útsendinguna hér fyrir neðan: