Það er hörkuleikur framundan í kvöld í Olís deild karla þegar KA sækir Íslandsmeistara Selfoss heim klukkan 18:30. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra og má svo sannarlega búast við hörkuleik á Selfossi!
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Hleðsluhöllina og styðja strákana í þessum mikilvæga leik. Fyrir leikinn er KA með fjögur stig en Selfyssingar eru komnir með 7 stig og mikilvægt fyrir bæði lið að sækja fleiri stig fyrir landsleikjahlé.
Fyrir þá sem ekki komast til Selfoss verður leikurinn í beinni á Selfoss-TV, áfram KA!