
Það hefur
væntanlega ekki farið framhjá neinum að Akureyri Handboltafélag leikur til úrslita í Símabikarnum 2013. Það eru fjögur lið eftir
í keppninni og að þessu sinni er nýtt skipulag á úrslitum keppninnar sem kallast
Final Four þar sem undanúrslitaleikirnir eru leiknir
föstudaginn 8. mars og sjálfur úrslitaleikurinn sunnudaginn 10. mars.
Akureyri Handboltafélag leikur við Stjörnuna á föstudeginum, klukkan 19:45. Ef Akureyri fer með sigur af hólmi í þeim leik spilar liðið
úrslitaleikinn á sunnudaginn klukkan 13:30 annaðhvort gegn ÍR eða Selfossi.
Þeir sem upplifðu stemminguna í bikarúrslitunum 2011 þegar Akureyri lék við Val eða á árum áður þegar KA varð
bikarmeistari vilja örugglega ekki missa af þessu tækifæri og því hafa Sérleyfisbílar Akureyrar (SBA) ákveðið að bjóða
upp á sætaferðir á úrslitahelgina. Verð er mjög hagstætt eða einungis
5.000 krónur fram og til baka. Það er vissara að
tryggja sér sæti sem fyrst en hægt er að bóka sæti í ferðina gegnum vefinn.

Í boði eru tveir möguleikar:
- Suður á föstudag á leikinn gegn Stjörnunni og ef Akureyri sigrar heim aftur eftir úrslitaleikinn á sunnudag annars heim strax að föstudagsleik
loknum.
- Ef Akureyri fer í úrslitaleikinn á sunnudaginn verður einnig í boði ferð frá Akureyri á sunnudagsmorguninn og heim aftur að
úrslitaleiknum loknum.
Athugið! Lágmark 20 manns þurfa að skrá sig í hvora ferð til að ferðin verði farin. Falli ferðin niður verður þeim sem hafa
bókað endurgreitt.
Smelltu hér til að
bóka sæti í föstudagsferðina.
Smelltu hér til að
bóka sæti í sunnudagsferðina.
