Rosaleikur á fimmtudaginn: Akureyri - ÍBV

Akureyrarliðið hefur verið að spila mjög vel að undanförnu, sýnt gríðarlegan karakter og heldur betur snúið genginu við og klifið upp deildina. Á fimmtudaginn klukkan 18:00 fáum við lið ÍBV í heimsókn í lokaleik ársins. Sá leikur er rosalega mikilvægur því með sigri verður liðið í efri hluta deildarinnar fyrir lokaumferðina sem þýðir að við fáum 5 heimaleiki í staðinn fyrir 4 í lokahluta deildarkeppninnar eftir áramótin.

Það hefur verið frábær stemming á síðustu heimaleikjum, nú skulum við sameinast á pöllunum og hjálpa strákunum að sækja enn fleiri stig í hús, þeir eiga svo sannarlega skilið að fá fullt hús af fólki á fimmtudaginn!

Athugaðu að leikurinn hefst fyrr en venjulega eða klukkan 18:00.

Nánari umfjöllun og undirbúningur fyrir leikinn er á heimasíðu Akureyrar og á Facebook síðu liðsins. Þar er m.a. að finna myndband með klippum úr leikjum tímabilsins og ýmislegt mun væntanlega bætast við fram að leik – fylgstu með okkur þar! 

Við vonumst til að sjá þig á leiknum gegn ÍBV á fimmtudaginn,
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.