Það er stórleikur hjá KA/Þór í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í KA-Heimilinu en stelpurnar eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda.
KA/Þór situr í 4.-5. sæti deildarinnar fyrir leikinn á meðan Haukar eru í 3. sætinu með fjórum stigum meira en okkar lið. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hafa unnið sitthvoran leikinn og má svo sannarlega búast við hörkuleik í kvöld.
Athugið að leikurinn er ekki sýndur á KA-TV þar sem hann verður í beinni á Stöð 2 Sport.