Risaleikur gegn Stjörnunni á miðvikudaginn

Við þurfum á ÞÉR að halda í stúkunni!
Við þurfum á ÞÉR að halda í stúkunni!

KA tekur á móti Stjörnunni í RISA leik í Olís deild karla á miðvikudaginn kl. 19:00. Liðin gerðu ævintýralegt jafntefli í fyrra þar sem KA liðið jafnaði metin á lokasekúndunum og allt sauð uppúr. Nú ætla strákarnir sér sigurinn með ykkar aðstoð!

Aðeins einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn en KA er með 4 stig og Stjarnan 3 eftir fyrstu sex leiki vetrarins. Herslumuninn hefur vantað í nokkrum leikja strákanna og ljóst að við þurfum öll að fjölmenna í KA-Heimilið og sjá til þess að stigin tvö endi hjá okkur. Hlökkum til að sjá ykkur í stúkunni og áfram KA!