Reykjavíkurferð 6. flokks eldra árs – föstudaginn 30. apríl 2010

Þá er síðasta keppnisferð vetrarins framundan er lokaumferð Íslandsmóts fer fram í íþróttahúsi Fram við Safamýri í Reykjavík um næstu helgi. Við munum að þessu sinni fara með þrjú lið en það er til komið vegna fjölgunar iðkenda sem er vitaskuld afar ánægjuleg þróun. Mæting er í KA heimili kl. 11.50 á föstudaginn og við munum stoppa í Borgarnesi á leiðinni suður og fara þar í sund.


Við komuna til Reykjavíkur fáum við okkur að botða og  um kvöldið ætlum við að fara í Kringlubíó (að ósk drengjanna ætlum við að horfa á ljúfsára ástarmynd). Öll liðin ljúka leik á laugardag og að þeim loknum munum við aka upp í Borgarnes þar sem við munum snæða kvöldverð og heimkoma er áætluð um kl. 23.00 á laugardagskvöldið. Verð ferðar er kr. 4.000 sem greiðist við brottför.

Drengirnir þurfa að taka með sér svefnpoka og dýnur, KA stuttbuxur og sundföt. Afar brýnt er að þeir nesti sig vel. Auglýst er eftir tveimur fararstjórum og eru áhugasamir beðnir um að setja sig í samband við þjálfara sem fyrst. Ef frekari upplýsinga er þörf hafið samband við þjálfara.

Að lokum vilja þjálfarar þakka gott samstarf í vetur og minna á að æfingar halda áfram út maí.

Jóhannes G. Bjarnason s. 662-3200