Rakel Sara og Helga María æfa með U-15

Rakel Sara og Helga Kristín eru á æfingunum
Rakel Sara og Helga Kristín eru á æfingunum

U-15 stúlknalandslið Íslands í handbolta æfir þessa helgina í KA-Heimilinu og á KA/Þór tvo fulltrúa á æfingunum en það eru þær Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir. Þjálfarar landsliðsins eru þau Rakel Dögg Bragadóttir og Ólafur Víðir Ólafsson.

Mjög ánægjulegt er að sjá landsliðsæfingar fara fram fyrir utan höfuðborgarsvæðið og hvað þá í KA-Heimilinu. Vel hugsað er um stelpurnar en bæði æfa þær í íþróttasalnum sem og í lyftingaraðstöðu Training for Warriors í KA-Heimilinu.


Smelltu á myndina til að sjá fleiri myndir frá æfingunum