Patrekur Stefánsson skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Patrekur sem verður 24 ára á árinu er öflugur leikstjórnandi sem lék áður með Akureyri Handboltafélagi en Patrekur er uppalinn hjá KA.
Á síðasta tímabili var hann einn markahæsti leikmaður Akureyrar í Olís deildinni sem og tímabilið áður er liðið tryggði sér sæti í Olís deildinni. Það er ljóst að koma Patreks eru mikil gleðitíðindi og mun klárlega styrkja okkar öfluga lið sem ætlar sér enn stærri hluti á komandi vetri.
Við bjóðum Patrek velkominn aftur heim í KA og hlökkum mjög til að sjá hann í gulu treyjunni.