Svo þegar leið á daginn þá kom upp úr krafsinu að hann á nú ekki afmæli fyrr en á þann 6. júlí.
Góður Benni! Það gengur á með hálku og leikirnir mótuðust töluvert að því. Tuttugu og fimm stiga hiti og sviti talinn í
lítrum.
Eldra lið drengja fór á kostum í dag og vann báða sína leiki örugglega. Þeir spila því í A- úrslitum á morgun
gegn sterku dönsku liði.
Yngra lið drengjanna spilaði magnaðan leik gegn ósigruðum Rússum og dugði jafntefli til að tryggja sig í A-úrslitin. Þegar 10 sekúndur
voru eftir var staðan jöfn og KA-drengir í sókn þá tókst skankalöngum Rússa að komast inn í sendingu og bruna upp og fiska
víti sem tryggði þeim sigurinn. Frábær leikur en B- úrslit staðreynd.
Stúlkurnar léku við löndur sínar í KR og rúlluðu yfir þær. Þær enda í fjórða sæti og spila í B-
úrslitunum.
Eftir hádegið fóru allir í Liseberg skemmtigarðinn sem er hreint stórkostlegur. Þar skemmtu allir sér frábærlega og lokuðu hringnum
með dansiballi þar sem stignir voru sænskir þjóðdansar. Allir kátir og glaðir og spenntir fyrir úrslitunum á morgun.
Kveðja
Þjálfarar
Hópurinn við brottförina frá KA heimilinu. Mynd: Þórir Tryggvason