Ferðin hingað gekk nokkud vel, vonum framar mætti jafnvel segja. Eina sem hægt er að kvarta yfir er að tvíburarnir Bjarni og Kristján stóðu fyrir miklu veseni og sendu töskurnar sínar með vitlausri flugvél til Svíþjóðar! Klárt mál að sökin liggur hjá þeim tveim!
Í dag fór allur hópurinn í Skara Sommerland, fyrir utan þjálfarana þar að segja, og buslar þar í þessum skrifudu orðum.
Annars eru fararstjórarnir allir komnir med sænsk símanúmer ásamt þjálfurunum galvösku. Ekki eru öll númer komin á hreint þar sem þetta virðist vera flóknara heldur en maður hefði viljað. Þrjú númer eru þó orðin klár og má sjá þau hér að neðan.
Kara: 0700236192
Stebbi: 0737330188
Sigfús: 0737330481
Landsnúmerið er að ég best veit 0046 sem sett er fyrir framan, áður en þið hringið.
Frekari fréttir berast um leið og þær gerast.