Öruggur sigur KA á Stjörnunni U

Áki Egilsnes með eitt af 10 mörkum sínum í leiknum
Áki Egilsnes með eitt af 10 mörkum sínum í leiknum

Í gær tók KA á móti Ungmennaliði Stjörnunnar í Grill 66 deild karla. KA liðið mætti af miklum krafti til leiks og þrátt fyrir að Stjörnupiltar hafi skorað fyrsta mark leiksins var staðan orðin 6-1 fyrir KA eftir tíu mínútna leik. Yfirburðir KA liðsins héldu áfram og þegar flautað var til leikhlés munaði níu mörkum á liðunum, staðan 14-5 fyrir heimamenn.


Hreinn Þór Hauksson var gríðarlega sterkur í vörninni

Eins og tölurnar bera með sér komust Stjörnumenn lítið áfram gegn sterkri vörn KA og þar fyrir aftan var Jovan Kukobat í gríðarlegum ham. Jovan tók níu skot, þar af eitt vítakast og skoraði auk þess eitt mark. Áki Egilsnes skoraði 6 mörk og Sigþór Árni Heimisson 3 mörk í hálfleiknum.

Tímalína fyrri hálfleiks

Seinni hálfleikurinn var frekar lítið fyrir augað, einungis þrjú mörk voru skoruð fyrstu tíu mínúturnar og tvö þeirra voru eign Stjörnumanna. Í kjölfarið tókst Stjörnumönnum að minnka lítillega forskot heimamanna og með því að skora tvö síðustu mörk leiksins að minnka muninn niður í fimm mörk, lokaniðurstaðan því öruggur sigur heimamanna 22-17.

Jovan Kukobat hélt áfram stórleik sínum í markinu en hinn ungi Svavar Ingi Sigmundsson stóð í markinu síðustu fimm mínúturnar. Áki Egilsnes hélt áfram að raða inn mörkum og var að lokum valinn maður KA liðsins.

Mörk KA: Áki Egilsnes 10, Sigþór Árni Heimisson 4, Dagur Gautason 2, Andri Snær Stefánsson 1, Daði Jónsson 1, Elfar Halldórsson 1, Jovan Kukobat 1, Jóhann Einarsson 1 og Jón Heiðar Sigurðsson 1 mark.
Jovan Kukobat varði 19 skot, þar af 2 vítaköst.

Mörk Stjörnunnar U: Birgir Steinn Jónsson 7, Hörður Kristinn Örvarsson 5, Gunnar Valdimar Johnsen 4 og Bjarki Rúnar Sverrisson 1 mark.

Tímalína seinni hálfleiks

KA er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, með 12 stig eftir sex leiki. Næsta verkefni strákanna er útileikur gegn Mílunni en sá leikur er liður í Coca Cola bikarnum og fer fram á miðvikudaginn á Selfossi. Þar á eftir koma fjórir útileikir í deildarkeppninni þannig að það er ekki von á heimaleik fyrr en 27. janúar.

Þórir Tryggvason var mættur með myndavélina og sendi okkur myndir sem er hægt að skoða með því að smella hér.

Leikurinn var í beinni útsendingu á KA-TV og hægt að horfa á leikinn í spilaranum hér að neðan: