Nú er handboltavertíðin að bresta á fyrir alvöru. Við hefjum leikinn með hinu árlega æfingamóti Opna Norðlenska þar sem fjögur lið úr N1 deildinni eigast við og leggja með því lokahönd á undirbúninginn fyrir komandi leiktíð.
Leikið verður í Íþróttahöllinni á Akureyri og er leikjaniðurröðunin sem hér segir:
Fimmtudagur 27. ágúst klukkan 20:00 Akureyri Fram
Föstudagur 28. ágúst klukkan 18:30 Fram - Afturelding
Föstudagur 28. ágúst klukkan 20:00 Grótta - Akureyri
Laugardagur 29. ágúst klukkan 11:00 Fram - Grótta
Laugardagur 29. ágúst klukkan 12:30 Akureyri - Afturelding
Afturelding og Grótta mætast á fimmtudaginn klukkan 18:00 en sá leikur verður í Mosfellsbæ áður en liðin halda norður yfir heiðar.
Aðgangseyrir inn á mótið er kr. 1.500- og gildir miðinn inn á alla leikina í Höllinni.