Meistaraflokkur Akureyrar leikur mikilvægan leik í dag þegar liðið mætir Fram í Framhúsinu klukkan 16:00. Framliðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili og hefur svo sannarlega komið mörgum á óvart það sem af er tímabilinu. Í annarri umferð gerðu þeir jafntefli gegn ÍBV og unnu síðan örugga fjögurra marka sigra á bæði Selfyssingum og Haukum.
Það er því ekkert gefið um leikinn í dag og ljóst að Akureyri þarf að taka á öllu sínu í dag. Leikurinn í dag er í beinni útsendingu hjá okkur á Akureyri-TV og þú fylgist með útsendingunni með því að smella hér!